Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu um 7,2 milljörðum í júni sem er aukning um 8% frá fyrra mánuði að því segir í nýrri mánaðarskýrslu sjóðsin. Á öðrum ársfjórðungi námu útlán 19,9 milljörðum króna sem er tæplega 4
milljörðum yfir áætluðum útlánum á fjórðungnum, eða um 24% yfir upphaflegri áætlun.

Útlán Íbúðalánasjóðs á fyrri helmingi þessa árs hafa gengið mjög vel og eru talsvert yfir upphaflegum áætlunum. Samanlagt eru útlán sjóðsins á fyrstu tveimur ársfjórðungunum um 37 milljarðar króna sem er tæplega sjö milljörðum, eða um 23%, yfir áætlunum fyrri hluta ársins 2005.

Heildarúttlán Íbúðalánasjóðs frá 1. júlí 2004 til 30. júní 2005 nema um 70
milljörðum króna. Hin mikla aukning í útlánum ÍLS hefur gefið tilefni til að endurskoða áætlanir þriðja og fjórða ársfjórðungs. Endurskoðanir áætlana ÍLS standa nú yfir og verða birtar síðustu vikuna í júlí.