*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Erlent 30. maí 2016 17:50

80% ánægja með Pútín

Skoðanakannanir í Rússlandi sýna að Vladimir Pútín fer með yfirgnæfandi traust landsmanna sinna.

Ritstjórn

Samkvæmt nýjum könnunum í Rússlandi fer forseti þjóðarinnar með traust og ánægju ríflega 80% landsmanna. Hlutfallið hefur farið lækkandi á síðustu árum, með fallandi lífsgæðum og efnahagslegri stöðnun í Rússlandi, en þrátt fyrir það eru fáir sem geta státað sig af jafn háu hlutfalli og hann.

Skoðun Rússa á Pútín hefur sögulega orðið jákvæðari því meira sem hann stendur í hárinu á leiðtogum annarra ríkja - eins og þegar hann ákvað að eigna Rússlandi Krímskaga eða þegar hann ákvað að styðja við Bashar Al-Assad þegar borgarastyrjöld braust út í Sýrlandi.

Pútín er 63 ára gamall og hefur verið við völd í 16 ár. Þannig hefur hann setið út kjörtímabil fjögurra Bandaríkjaforseta, sé Barack Obama meðtalinn, og er meðal þeirra þjóðhöfðingja sem hvað lengst hafa setið við völd. Frétt Bloomberg fjallar um þetta.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is