*

föstudagur, 19. júlí 2019
Sjónvarp 24. apríl 2014 12:15

80% koma vegna náttúrunnar

Framkvæmdastjóri SAF segir kostnað vegna viðhalds helstu náttúruperlna landsins nema í kringum milljarð króna á ári hverju.

Kári Finnsson
Hleð spilara...

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hélt erindi um gjaldtöku á ferðamannastöðum á morgunfundi KPMG um hóteliðnaðinn á Íslandi í gær. Þar ítrekaði hún að skortur á fé til að viðhalda helstu náttúruperlum landisns væri töluverður og að brýnt væri að taka á vandanum sem fyrst. Viðhaldskostnaður næmi milljarð króna á ári hverju að sögn Helgu.

Samkvæmt nýlegri könnun segja 80% ferðamanna sem koma hinað til lands að náttúran sé helsta aðdráttarafl Íslands. Helga bætir því við að náttúrupassi gæti reynst góður kostur til að bregðast við vandanum. Spurð að því af hverju mismunandi gjaldtaka á mismunandi ferðamannastöðum sé ekki heppileg til að mæta viðhaldskostnaði þeirra segir Helga að „mismunandi gjaldtaka [breyti] ásýnd ferðamanna um ósnortna náttúru landsins“.

VB Sjónvarp ræddi við Helgu.