80% lífeyrissjóða í Evrópu beita gjaldmiðlavörnum til að draga úr gjaldeyrisáhættu samkvæmt könnun Institutional Investor. Könnunin var gerð meðal 260 lífeyrissjóða í Evrópu. Rúmlega þriðjungur eða 34% sjóðanna sögðust verja erlendar eignir að fullu en 46% sögðust verja 50% eða helming erlendra eigna. Með gjaldeyrisstýringu er verið að reyna að draga úr sveiflum vegna flökts á gengi gjaldmiðla og lágmarka áhættu af erlendum eignum og skuldum.

Þetta kom fram á heimasíðu Landssambands lífeyrissjóða.