Íbúðalán innlánsstofnana, þ.e. banka og sparisjóða, voru 46 talsins í júní. Í maí voru þau 76 og í júní árið 2007 voru þau 660. Þeim hefur því fækkað um 93% milli ára.

Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis.

Á fyrri helmingi ársins voru íbúðalán innlánsstofnanna 589 talsins, en voru 2.877 á fyrri helmingi ársins 2007. Þeim hefur því fækkað um 80% á fyrstu sex mánuðum ársins.

„Alls námu útlán banka og sparisjóða til íbúðakaupa tæplega 4,9 mö. kr á fyrstu sex mánuðum ársins en Íbúðalánasjóður lánaði 25 ma. kr til íbúðakaupa á sama tímabili. Á sama tíma fyrir ári síðan hafði Íbúðalánasjóður hinsvegar lánað 32 ma. kr til íbúðakaupa og bankar og sparisjóðir 27 ma. kr.,“ segir í Morgunkorni.