Vinnumálastofnun fékk tilkynningar um 63 hópuppsagnir fyrir þessi mánaðarmót samkvæmt frétt Morgunblaðsins . Í gær tilkynnti svo hugbúnaðarfyrirtækið Teris að það hefði sagt upp 18 starfsmönnum sem koma til viðbótar. Samanlagt eru þetta því um 80 uppsagnir sem flokkast geta undir hópuppsagnir.

Samkvæmt Morgunblaðinu veitir Vinnumálastofnun ekki upplýsingar um hvaða önnur fyrirtæki þetta eru. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru þetta litháíska byggingafyrirtækið Adakris, sem sagði upp 31 starfsmanni, Perlufiskur á Bíldudal sagði upp níu manns í landvinnslu og Já.is, sem rekur upplýsingasímann 118 og gefur út símaskrána, tilkynnti 23 uppsagnir. Er það einkum vegna lokunar starfsstöðvar á Akureyri, eins og fram hefur komið.