Stefnt er að því á næstu dögum verði gengið frá samningum á næstu dögum milli Fjallabyggðar og fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax um fiskeldisstöð í Ólafsfirði. Norðlenska sjónvarpsstöðin N4 greinir frá.

Áformin hafa mætt nokkurri gagnrýni, þar á meðal vegna umhverfisvánni sem gæti hlotist af þessari uppbyggingu. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar segir að uppbyggingin gæti skapað allt af 80 ný störf í Ólafsfirði. Ef öll tilskilin leyfi fást er áætlað að framleiða um 10 þúsund tonn af laxi á ári.

„Við reiknum með því að það verði skrifað undir viljayfirlýsingu fljótlega um það mál,“ segir bæjarstjórinn. „Það gæti verið að þetta séu  70 til 80 störf sem að þetta myndi þýða,“ bætir hann við. Gunnar Birgisson gefur lítið fyrir gagnrýni um fiskeldisáform í Eyjafirði. „Við fögnum þessu en segjum það að það þurfi að fara mjög stíft eftir lögum og reglum,“ bætir Gunnar við.