Skiptum á þrotabúi fasteignafélagsins Suðurbyggðar lauk þann 29. júlí síðastliðinn án þess að nokkrar eignir fundust í búinu. Kröfum fyrir rúmlega 800 milljónir var lýst í búið, eftir því sem fram kemur í Löbirtingablaðinu.

Fasteignafélagið Suðurbyggð starfaði á Selfossi og vann að uppbyggingu í svokallaðri Gráhellu. Það var í eigu Bjarna Kristinsonar, Eiðs Sigurðarsonar og Gests Más Þráinssonar sem allir áttu þriðjungshlut í fyrirtækinu. Félagið var stofnað árið 2006.

Þrotabú Suðurbyggðar ehf var tekið til gjaldþrotaskipta þann 8. maí síðastliðinn.