Icelandair hóf áætlunarflug til Edmonton í Kanada fyrir tveimur vikum. Borgin, sem telur ríflega milljón íbúa, státar meðal annars af stærstu verslunarmiðstöð í Norður-Ameríku.

West Edmonton Mall, sem var opnuð árið 1981, er 490.000 fermetrar en til samanburðar er Kringlan 53.000 fermetrar. Þar eru 800 verslanir, 100 veitingastaðir (auðvitað mest skyndibitastaðir), tvö hótel, vatnsleikjagarður, skemmtigarður, skautasvell, minigolf, keilusalur og bíó. Á bilinu 90 til 200 þúsund manns koma í verslunarmiðstöðina á degi hverjum.

Í upphaflegri gerð þessarar fréttar var Kringlan sögð 41 þúsund fermetrar. Það hefur verið leiðrétt.