8000 manns komu saman á Austurvelli til að mótmæla þingsályktunartillögu um viðræðuslit við Evrópusambandið í dag. Þetta eru fimmtu mótmælin í röð en þau fjölmennustu hingað til samkvæmt frétt Vísis. Undir lok ræðuhalda voru kosningaloforð Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar spiluð í hátalarakerfi við mikinn fögnuð viðstaddra.

Boðað var til mótmælanna á Facebook en til máls tóku á þeim m.a. Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, Illugi Jökulsson, rithöfundur og Sigurður Pálsson, skáld. Í tilkynningu sem fylgdi fundarboðinu stóð m.a. að til stæði að mótmæla „algjöru virðingarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart eigin loforðum, kjósendum sínum, lýðræðinu og þjóðinni allri.“