Icelandic Group
Icelandic Group
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Icelandic Group hefur gengið frá sölu á starfsemi fyritækisins í Frakklandi og Þýskalandi til fjárfesta undir forystu sjávarútvegsfyrirtækisins Pacific Andes frá Hong Kong. Um er að ræða fyrirtækin Pickenpack, Hussmann & Hahn Seafood og Pickenpack Gelmer í Þýskalandi og Frakklandi.  Mun eignarhluti Pacific Andes vera 19%. Þá mun 81% vera í eigu einstaklinga frá Rússlandi og Úkraínu samkvæmt Ng Joo Siang forstjóra Pacific Andes. Þetta kemur fram á í viðtali IntraFish við Ng Joo Siang.

Ng Joo Siang vill ekki gefa upp hverjir fjárfestarnir eru, annað en að sumir þeirra hafa áður fjárfest í starfsemi tengdri fiskiðnaði. Einnig er kaupverðið óupplýst.

Upphaflega var ætlunin að fjárfesta í allri starfsemi Icelandic Group, sagði Ng Joo Siang í viðtali við IntraFish. Þó segist Ng Joo Siang vera ánægður með að vera í minnihluta þar sem þeirra áherslur eru ekki á Evrópumarkaði. Samkvæmt honum langar þeim að gegna hlutverki sem fjárfesti og láta aðra um stjórnun. Þó er talið líklegt að Pacific Andes muni hafa fulltrúa í stjórn.