*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 11. október 2018 13:04

8,2% veiking gagnvart evru

Gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni hefur veikst um 8,2% það sem af er þessu ári.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Gengi íslensku krónunnar hefur veikst nokkuð á síðustu dögum. Frá mánudegi til miðvikudags veiktist krónan um 2,3% gagnvart evru, 2,1% gagnvart dollar og um 2,8% gagnvart sterlingspundi. Þá veiktist krónan í gær um 1,36% gagnvart evru. 0,83% gagnvart dollar og um 1,38% gagnvart sterlingspundi.

Samkvæmt samtali Viðskiptablaðsins við gjaldeyrismiðlara skýrist veiking krónunnar í gær að miklu leyti af frétt Fréttablaðsins um að gengi íslensku krónunnar gæti veikst um 13% ef WOW air yrði gjaldþrota samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda. Þá hafi minnkandi viðskiptajöfnuður og væntingar um lægri makrílkvóta einnig haft áhrif á veikingu síðustu daga. Það sem af er þessu ári hefur gengi íslensku krónunnar veikst um 8,2% gagnvart evru, 13,2% gagnvart dollar og 10,4% gagnvart sterlingspundi.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is