Einn af hverjum tíu bandarískra banka er enn í hættu á að verða gjaldþrota.

Þetta er mat alríkisstofnunar FDIC sem tryggir innstæður í bönkum.

Í lok júní voru 829 á lista yfir banka sem gætu lent í erfiðleikum. Er þetta umtalsverð fjölgun frá enda mars þegar 775 bankar vermdu sæti á listanum.

Alls er um 7.800 bankar stafandi í Bankaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar hafa 119 bankar verið teknir yfir það sem af er ári. Allt árið í fyrra voru 140 bankar teknir yfir.