Samkvæmt könnun sem gerð var af Capacent fyrir Íbúðalánasjóð í nóvember og desember kemur fram að 82,9% aðspurðra meðal almennings taldi að sjóðurinn ætti að starfa áfram í óbreyttri mynd. Einungis 6.4% töldu að Íbúðalánasjóður ætti að hætta starfsemi og láta bönkum og sparisjóðum eftir almenn íbúðalán. 10,6% taldi að breyta ætti Íbúðalánasjóði í heildsölu.

Í tilkynningu frá Íbúðalánsjóði kemur fram að stuðningur við óbreyttan Íbúðalánasjóð hefur aukist nokkuð frá því að sambærileg könnun var gerð í ársbyrjun 2006 en niðurstöður núverandi könnunar þá töldu 74,2% aðspurðra að Íbúðalánasjóður ætti að starfa í óbreyttri mynd.

Þá segir að samkvæmt könnun sem gerð var meðal allra fasteignakaupenda sem festu kaup á íbúð í júlímánuði og út októbermánuð telji 82,8% fasteignakaupenda að Íbúðalánasjóður ætti að starfa áfram í óbreyttri mynd,