*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 9. mars 2015 10:31

835 milljónir í bónusa hjá Íslandsbanka og Arion

Arion banki gjaldfærði 477 milljónir króna vegna bónusa á síðasta ári en Íslandsbanki 258 milljónir.

Ritstjórn

Samtals gjaldfærðu Íslandsbanki og Arion banki 835 milljónir vegna kaupaukakerfis árið 2014. Í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins er greiðslu a.m.k. 40% kaupaukans frestað um þrjú ár en um hundrað starfsmenn fá slíkar greiðslur hjá hvoru fyrirtæki.

Arion banki gjaldfærði 477 milljónir króna á árinu (452 milljónir 2013) en Íslandsbanki gjaldfærði 258 milljónir á sama tíma (271 milljón árið 2013). Engar árangurstengdar greiðslur eru greiddar til starfsmanna Landsbankans en starfsmenn hans fá hins vegar arð af hluta bankans í gamla Landsbankanum í kaupauka.

Að því gefnu að tillaga bankaráðs til aðalfundar Landsbankans verði samþykkt verður arðgreiðslan u.þ.b. króna á hlut. 0,78% hlutafjár deilist á 1.400 núverandi og fyrrverandi starfsmenn og því yrði heildargreiðslan um 200 milljónir samkvæmt upplýsingum frá bankanum.