Hlutfallslega fleiri heimili hér á landi eru tengd interneti en annars staðar á Norðurlöndum, sakvæmt því er kemur fram í frétt Hagstofunnar.

Árið 2005 voru 84% íslenskra heimila með tengingu við internet á meðan 75% danskra heimila, 73% sænskra heimila, 64% norskra heimila og 54% finnskra heimila gátu tengst interneti. Notkun háhraðatenginga er einnig útbreiddari meðal heimila hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Internetnotkun einstaklinga er algengust hér á landi en 73?81% einstaklinga á aldrinum 16?74 ára notuðu internet annars staðar á Norðurlöndum í byrjun árs 2005 á móti 86% Íslendinga.

Þetta er meðal þess sem birt er í nýrri skýrslu Norræna ráðherraráðsins, Nordic Information Society Statistics 2005 sem gefin er út í dag. Skýrslan var unnin í samvinnu við hagstofur Norðurlandanna og eru í henni birtar niðurstöður um ýmis málefni sem snerta upplýsingasamfélagið á Norðurlöndum. Auk þess er dregin upp mynd af stöðu mála í löndum Evrópusambandsins og OECD.