Fundi Alþingis var frestað á þriðjudagskvöld og kemur þingið saman á ný þann 20. janúar. Nítján lagafrumvörp voru samþykkt á síðustu tveimur dögum þingsins, þar af þrettán síðasta daginn. Frá upphafi þingsins og fram að þessum síðustu tveimur dögum höfðu fimmtán frumvörp orðið að lögum.

Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar ætlaði ríkisstjórnin að leggja fram 135 frumvörp til laga og þingsályktunartillögur á haustþingi. Ráðherrarnir lögðu fram 84 mál á þinginu. Málin sem fram komu eru þó ekki öll þau sömu og áætlað var.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur lagt fram flest frumvörp, fjórtán talsins. Hún hefur komið öllum frumvörpum í þingmálaskrá til þingsins utan eins, sem er frumvarp um heimild til að staðfesta fjárfestingarsamning við United Silicon vegna kísilvers í Helguvík.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .