Í gærkvöldi 14. júlí, þjóðhátíðardegi Frakka, keyrði maður á vörubíl inní hóp gangandi vegfaranda og hóf skothríð á almenna borgara í borginni Nice. Hátíðarhöld voru í fullum gangi með tónleikum og flugeldum þegar hryðjuverkamaðurinn lét til skarar skríða, tókst honum að myrða 84 manns og særa um 50, áður en hann var skotinn af lögreglu.

Reyndi að keyra niður sem flesta

Lýstu vitni því að hvítur vörubíll hefði keyrt inní mannþröngina á miklum hraða, beygjandi og sveigjandi til þess að reyna að ná að keyra niður sem flesta. Mörg börn voru meðal látinna en ökumanninum tókst að keyra tæplega 2 kílómetra eftir Promenade des Anglais, einni aðalgötu borgarinnar sem lokuð hafði verið fyrir gangandi vegfarendur, áður en lögreglan skaut hann.

Einungis eru rétt rúmar tvær vikur síðan þúsundir Íslendinga mættu til borgarinnar til að horfa á íslenska landsliðið bera sigurorð af því enska.

Árásin gerð því dagurinn væri tákn um frelsi

Frakklandsforseti Francois Hollande sagði árásina vera hryðjuverkaárás og framlengdi hann neyðarástand sem komið hafði verið á í landinu eftir árásina í París þegar 130 manns létust um 3 mánuði til viðbótar, en það átti að renna út í mánuðinum.

Sagði Frakklandsforsti að það að árásin hefði verið gerð á þessum degi væri því hann væri tákn um frelsi og mannréttindum væru hafnað af öfgamönnum, því væri Frakkland skotspæni þeirra.

Vegabréf fannst í vörubílnum sem tilheyrði frönskum manni með ættir að rekja til Túnis.