840 íbúðir voru seldar nauðungarsölu á Suðurnesjum á árunum 2001 til 2011. Fólkið átti íbúðirnar sem boðnar voru upp í minna en þrjú ár. Ríkisútvarpið fjallaði um málið en upplýsingarnar koma fram í skýrslu sem sýslumaðurinn í Keflavík hefur gefið út.

Í skýrslunni kemur sömuleiðis fram að 82% af íbúðarhúsnæði sem selt var á nauðungarsölu árið 2007 var keypt einu til tveimur árum áður. Íbúðaeigendur voru að meðaltali 40 ár. Um 40% þeirra voru í sambúð eða í hjónabandi og átti tæpur helmingur þeirra börn.