Skiptum hefur verið lokið á félaginu AB258 sem starfaði áður undir nafni Kraftvélaleigunnar en lýstar kröfur í búið voru samtals rétt tæpar 840 milljónir króna. Samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu lauk skiptum þann 12 desember en alls greiddust út tæplega 37 milljónir króna.

Af samþykktum almennum kröfum greiddust 19,11% upp í kröfurnar en samþykktar kröfur námu um 192 milljónir króna.

Ekki verður betur séð en að Kraftvélaleigan sé enn í rekstri hjá fyrirtækinu Kraftvélum en samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins býður Kraftvélaleigan úrval vinnuvéla til leigu allt frá húsgrunnum til virkjana og jarðganga og hafa margar leiguvinnuvélar verið notaðar við gerð Kárahnjúkavirkjunar og Héðinsfjarðarganga.