*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 5. maí 2017 12:55

85% ánægðir með störf forseta

Fleiri konur voru ánægðar með störf Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, eða 91% samanborið við 80% karla.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Íslendingar eru mjög ánægðir með störf Guðna Th. Jóhannessonar. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem fór fram dagana 11. til 26. apríl 2017. Niðurstöður kannanarinnar sýndu að 85% landsmanna eru ánægðir með störf Guðna, sem er ánægjumet. 

Talsverður munur var á svörum eftir kyni. Fleiri konur voru ánægðar með störf forsetans, eða 91% samanborið við 80% karla. Stuðningsfólk Pírata og Vinstri grænna kunnu sérlega vel að meta störf Guðna en 95% þeirra kváðust vera ánægð með störf hans. Einnig var mikil ánægja með störf forsetans hjá stuðningsfólki Samfylkingarinnar (92%). Af stuðningsfólki Framsóknarflokks kváðust 67% vera ánægð með störf Guðna en 11% kváðust vera óánægð.

Stikkorð: MMR forseti Guðni Th. ánægja