Þegar ríkið höfðar sakamál vegna skattalagabrota eru 98% líkur á sakfellingu í héraðsdómi samkvæmt úttekt sem Deloitte hefur unnið. Hlutfallið minnkar þegar þau mál sem fara alla leið fyrir Hæstarétt eru skoðuð en þar er sakfellt í 85% mála, 9% mála er vísað frá og í 6% mála er sýknað. Pétur Steinn Guðmundsson, verkefnisstjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte, fjallar um þetta mál á Skattadegi Deloitte í dag undir yfirskriftinni „Er borin von að vinna stóra bróður?

Úttekt Deloitte byggir öllum dómum sem fallið hafa í Hæstarétti vegna skattalagabrota frá árinu 2005 til ársins 2015. Alls eru þetta 53 sakamál. Í héraði hefur verið sakfellt í 52 af þessum 53 málum en í hæstarétti í 45 af 53. Á því tíu ára tímabili sem hér um ræðir nemur heildar sektarfjárhæðin 1.509 milljónum króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .