Tryggingarstofnun hefur gefið út 169.200 evrópsk sjúkratryggingakort frá árinu 2005 á ríflega 129 þúsund kennitölur, en í dag áætlar stofnunin að 85 þúsund gild slík kort séu í umferð hérlendis.

Kortið staðfestir rétt til heilbrigðisþjónustu sem getur verið nauðsynleg meðan á tímabundinni dvöl stendur í EES-landi, og hentar þannig t.d. sjúkratryggðum ferðamönnum og námsmönnum ytra.

35 þúsund kort fyrstu sjö mánuðina

Stofnunin gaf út ríflega 55 þúsund kort árið 2005, um 33.500 árið 2006, ríflega 45 þúsund árið 2007 og fyrstu sjö mánuði þessa árs hafa yfir 35 þúsund slík kort verið gefin út.

Framvísun evrópska sjúkratryggingakortsins getur í mörgum tilvikum tryggt að ekki þurfi að greiða komugjald né gjald fyrir læknismeðferð á heilsugæslustöðvum á EES-svæðinu.

Handhafi evrópska sjúkratryggingakortsins greiðir sama gjald og sjúkratryggðir einstaklingar í því landi sem farið er til.