Á þessu ári verða framkvæmd sameiginleg útboð á öllum kaupum stofnana ríkisins á tölvubúnaði. Þetta er liður í nýlegri samþykkt ríkisstjórnarinnar um að koma á sameiginlegum innkaupum ríkisstofnana með því að markmiði að nýta stærð ríkisins sem kaupanda og ná þannig fram hagræðingu í innkaupum.

Vorið 2014 skipaði fjármála- og efnahagsráðherra verkefnisstjórn um nýjar áherslur í opinberum innkaupum. Samkvæmt frumrannsókn hópsins eru rammasamningar ekki nýttir með nógu markvissum hætti. Rannsókn á innkaupum á tölvum leiddi í ljós að allt að 85% verðmunur var á innkaupsverði á sömu tegund af tölvu en hagstæðara verð náðist þegar innkaupin voru framkvæmd í kjölfar örútboðs innan rammasamnings.

Umfang innkaupa ríkisins eru nú um 140 milljarðar á ári og þar af kaupir ríkið vörur og þjónustu fyrir um 88 milljarða á ári.  Samkvæmt skýrslu hópsins sem kom á vormánuðum 2015 er hægt að spara um 2-4 milljarða á ári með því að leggja áherslu á sameiginleg innkaup, örútboð og skuldbindandi tilboð við færri birgja