Skiptum á þrotabúi Bílanausts er lokið og greiddust ríflega 260 milljónir króna upp í veð- og haldsréttarkröfur, sem voru alls ríflega 500 milljónir króna. Ekkert fékkst greitt upp í forgangskröfur, sem námu samtals rúmlega 153 milljónum króna. Það sama gilti um lýstar almennar kröfur, sem ekki var tekin afstaða til, og námu tæplega 462 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu.

Félagið var lýst gjaldþrota í byrjun árs 2019 en eftir gjaldþrot þess festi félagið Mótormax kaup á þrotabúinu. Í kjölfarið hófst rekstur verslunarinnar á nýjan leik eftir endurskipulagningu.

Mótormax er dótturfélag UK fjárfestinga, sem er móðurfélag Toyota á Íslandi.