Í september 2009 voru 86 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 52 fyrirtæki í september 2008, sem jafngildir rúmlega 65% fjölgun milli ára.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot, eða 29, í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 9 mánuði ársins 2009 er fjöldi gjaldþrota 641 en fyrstu níu mánuði ársins 2008 voru 522 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta sem jafngildir tæplega 23% aukningu milli ára.