Danskir eggjabændur slátra árlega 3,2 milljónum lífvænlegum, dagsgömlum karlkyns hænuungum. Það eru að meðaltali um 8700 ungar á hverjum degi. Þetta sýna tölur frá landbúnaðar- og matvælaeftirlitinu þar í landi.

Ástæðan er sú að engin egg fást frá þessum hænuungum og þar með nýtast þeir augljóslega ekki við eggjaframleiðslu. Ekki þykir borga sig fyrir kjúklingabændurna að rækta þá þangað til að hægt er að slátra þeim fyrir kjötframleiðslu. Það væri því hreinn kostnaðarauki fyrir kjúklingaiðnaðinn að halda hönunum á lífi.

Það er nokkuð ljóst að þarna er siðferðilegt vandamál í gangi. Það er auðvitað verið að sóa lífi þarna, segir Jørgen Nyberg Larsen, hjá landbúnaðar- og matvælaeftirlitinu, við danska viðskiptavefinn epn.dk.