Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa  að beiðni félags- og tryggingamálanefndar Alþingis tekið saman upplýsingar um skuldir almennings miðað við 1. október 2010. Upplýsingarnar voru kynntar í morgun.

Í niðurstöðum kemur fram að 88% lána einstaklinga í bankakerfinu voru í skilum þann 1. október síðastliðinn. Af þeim hefur umtalsverður fjöldi skuldara nýtt sér þau úrræði sem í boði eru, segir í fréttatilkynningu SFF.

Samandregnar niðurstöður samtakanna eru:

Almennar lausnir - íbúðalán:

  • 51% skuldara eða 46.395 lántakendur verðtryggðra íbúðalána hafa nýtt sér greiðslujöfnun.

  • 949 lántakendur eru nú að nýta sér frystingarúrræði. Fjölmargir hafa nýtt það úrræði tímabundið.

  • 2.522 lánþegar hafa nýtt sér greiðslujöfnun á erlendum lánum.
  • 1.529 hafa fengið lækkun höfuðstóls á erlendum húsnæðislánum.

  • 1.300 hafa fengið lækkun höfuðstóls á verðtryggðum húsnæðislánum.

    Sértækar lausnir - íbúðalán

  • Um 450 manns hafa leitað eftir sértækri skuldaaðlögun. Þann 1. október voru 345 mál í vinnslu hjá aðildarfélögum SFF.

Bílalán

  • 50.697 einstaklingar eða hjón eru með bílalán.
  • 32.935 lántakendur eru með myntkörfulán og eiga von á endurútreikningi.
  • Á bilinu 60 – 75% lántakenda fá greiðsluseðila um næstu mánaðamót miðað við endurútreikning.
  • 4.802 hafa nú þegar nýtt sér höfuðstólslækkun.
  • 7.412 hafa nýtt sér greiðslujöfnun.
  • 3.667 hafa fengið lækkun greiðslna ásamt lengingu lánstíma.