Skráð atvinnuleysi í mars 2009 var 8,9% eða að meðaltali 14.546 manns og eykst atvinnuleysi um 9,6% að meðaltali frá febrúar eða um 1.270 manns.

Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar en á sama tíma í fyrra var atvinnuleysi 1%, eða 1.674 manns.   Hlutfallslega mælist atvinnuleysi nú mest á Suðurnesjum 14,3% en minnst á Vestfjörðum 2,3%. Atvinnuleysi eykst um 12% á höfuðborgarsvæðinu en um 5,7% á landsbyggðinni. Þá eykst atvinnuleysi jafnt meðal karla og kvenna eða um 9,6%.

Sjá nánar á vef Vinnumálastofnunar.