Ætla má að verðmæti óseldra, notaðra bíla á Stór-Reykjavíkursvæðinu sé á bilinu 9-14 milljarðar króna. Þrátt fyrir mikið framboð af notuðum bílum hefur salan verið meiri en margir bjuggust við. Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambands Íslands og bílaumboðsins Brimborgar, telur skýringuna liggja í aukinni sölu til útlendinga. Hann bendir á að á vinnumarkaði séu um 18 þúsund útlendingar og með fjölskyldum þeirra sé hér um 30 þúsund manna hóp að ræða. Þetta geti skýrt sölu á hátt í 10 þúsund notuðum bílum á ári.

Sjá útekt Viðskiptablaðsins.