Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi í nóvember og desember 2015 nam 686 milljörðum króna, sem er 7% aukning miðað við sama tímabil árið 2014.

Á árinu 2015 jókst virðisaukaskattskyld velta um 9% samanborið við árið 2014. Mest var aukningin í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eða 20% og í flokkinum önnur leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta (20%) en í þeim flokki eru m.a. bílaleigur.