Heildarútgjöld embættis Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2015 voru tæpir 6 milljarðar króna á verðlagi hvers árs. Laun voru langstærsti útgjaldaliður embættisins og námu þau 4,1 milljarði króna.

Auk þess greiddi embættið 830 milljónir króna fyrir sérfræðiþjónustu, þar af 266 milljónir króna fyrir erlenda sérfræðinga.

Eins og Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um fóru 46 hrunmál í ákærumeðferð af þeim 208 verkefnum embættisins sem voru tengd efnahagshruninu. Af þeim fékkst endanlega dómsniðurstaða í níu málanna.

Á starfstíma sínum tók embættið við alls 806 málum, afgreiddi það 672 mál fyrir árslok 2015 en restin, eða 134 mál fluttust yfir til embættis héraðssaksóknara þegar það var stofnað.