*

laugardagur, 12. júní 2021
Innlent 8. maí 2018 11:26

9% farþegafjölgun hjá WOW

WOW air flutti 237 þúsund farþega til og frá landinu í apríl eða um 9% fleiri farþega en í apríl árið 2017. Sætanýting var betri, þrátt fyrir aukið sætaframboð.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

WOW air flutti 237 þúsund farþega til og frá landinu í apríl eða um 9% fleiri farþega en í apríl árið 2017. Þá var sætanýting WOW air 91% í apríl í ár en var 88% í fyrra. Sætanýting jókst þrátt fyrir 8% aukningu á sætaframboði miðað við sama tímabil í fyrra. Það sem af er ári þá hefur WOW air flutt um 895 þúsund farþega. 

„Aldrei fyrr höfum við verið með betri sætanýtingu né flutt fleiri farþega í apríl en nú í ár. Bókunarstaðan inn á vor og sumar er góð en það er mjög ánægjulegt að sjá okkur takast að fylla vélarnar okkar allt árið um kring,“ segir Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air í tilkynningu frá félaginu.

Á sama tímabili fækkaði farþegum Icelandair um 2% en félagið flutti þó fleiri farþega en WOW air eða um 268 þúsund.