Stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Samherji og HB Grandi, högnuðust samtals um 9,2 milljarða króna í fyrra. Þar af nam hagnaður Samherja um 48 milljónum evra, rétt um átta milljörðum króna. Hagnaður Granda var 7,8 milljónir evra, 1,2 milljarðar króna. Arðgreiðslur til eigenda námu samtals 8,3 milljónum evra, 6,1 milljón evra hjá Samherja og 2,2 milljónir evra hjá Granda. Samtals í krónum talið námu arðgreiðslurnar, sem skiptast milli eigenda í jöfnum hlutföllum við eignarhlut þeirra, 1,4 milljörðum króna, þar af var um milljarður hjá Samherja.

Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hefur verið með miklum ágætum síðustu tvö til þrjú ár. Veikt gengi krónunnar gagnvart erlendum myntum hefur hjálpað til við tekjuöflun og styrkt fjárhagslegan grundvöll útgerða.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Hagnaður Norvik eykst
  • Rússibanareið í Evrópu
  • Hagvöxtur flaug á milli ársfjórðunga
  • Forstjórabreytingar hjá Icelandic
  • Úttekt á vaxtastefnunni
  • Viðtal við Robert Parker, aðalráðgjafa Credit Suisse
  • Auglýsingamarkaðurinn að koma til baka
  • Turner eignast Latabæ
  • Skýrsla erlendra ráðgjafa Kaupþings
  • Uppgjör bankanna
  • Bílasíða: Bíll ársins 2012
  • Veiði: Fyrsta útboð Þverár í 30 ár