*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 6. mars 2015 17:16

9 milljarða velta á Kauphöllinni

Mest hækkaði gengi bréfa í Sjóvá (2,79%) og Össurar (2,35%) í viðskiptum á Aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Um 1,5 milljarða velta var á viðskiptum með hlutabréf á Aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag og 8 milljarða velta var á viðskiptum með skuldabréf. Heildarveltan nam 9,35 milljörðum króna. 

Mest hækkaði gengi bréfa í Sjóvá eða um 2,79% og í Össuri um 2,35%. Mest lækkaði gengi bréfa í Marel um 1,32% og Icelandair Group um 0,91%. 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,53% og var lokagildi hennar 1.401,28.