Fjárhagsáætlun Árborgar var afgreidd á fundi bæjarstjórnar Árborgar í gær 14. desember 2005. Rekstraryfirlit sýnir bata í rekstri um 90 milljónir og jákvæða niðurstöðu um 22 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri er 409 milljónir króna og afborganir lána 267 milljónir.

Hjá Sveitarfélaginu Árborg vinna um 500 fastráðnir starfsmenn og launa- greiðslur í A hluta eru 1.487 milljónir króna eða 66,8% af skatttekjum.