Hagnaður Sparisjóðs Vélstjóra fyrstu 6 mánuði ársins 2005 nam 538,9 m.kr., fyrir tekjuskatt en nam 282,1 m.kr. fyrir sama tímabil árið 2004 og nemur aukningin 91,0%. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður tímabilsins 433,9 m.kr. í samanburði við 235,2 m.kr. fyrri hluta árs 2004. Hagnaður eftir skatta jókst um 84,5% milli tímabila.

Vaxtatekjur fyrri hluta árs 2005 námu alls 1.274,2 m.kr. og jukust um 24,2% frá saman tímabili fyrra árs. Vaxtagjöld jukust um 4,5% og námu alls 768,9 m.kr. Hreinar vaxtatekjur sparisjóðsins námu 505,3 m.kr. en voru 290,4 m.kr. fyrir sama tímbil árið 2004. Vaxtamunur, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxtagjöldum í hlutfalli af meðalstöðu heildarfjármagns er nú 2,3%, en var 3,2% árið 2004. Aðrar rekstrartekjur námu 561,1 m.kr. í samanburði við 448,2 m.kr. fyrir sama tímbil í fyrra og nemur aukningin 25,2%. Hreinar rekstrartekjur námu 1.066,3 m.kr. samanborið við 738,7 sama tímabil árið 2004.

Rekstrargjöld sparisjóðsins fyrstu 6 mánuði ársins 2005 námu 403,4 m.kr. en fyrir sama tímabil 2004 námu þau 411,7 m.kr. og eru 2,1% lægri. Greidd laun fyrri hluta ársins 2005 námu 214,1 m.kr. og lækkar um 5,3% samanborið við sama tímabil fyrra árs. Annar rekstrarkostnaður nam 177,8 m.kr. samanborið við 174,2 m.kr. á sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld sem hlutfall af meðalstöðu efnahags eru 2,6% á ársgrundvelli og hefur það hlutfall lækkað þar sem það nam 3,0% árið 2004. Kostnaðarhlutfall sparisjóðsins í lok júní 2005, þ.e. hlutfall rekstrargjalda og hreinna rekstrartekna er 37,83% til samanburðar við 55,7% fyrir sama tímabil árið 2004 og 45,4% fyrir árið 2004.


Framlag í afskriftarreikning útlána nam 123,9 m.kr. og framlagið nam 44,9 m.kr. fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2004. Afskriftarreikningur útlána nam 452,2 m.kr. sem er 2,1% af heildarútlánum og veittum ábyrgðum, en var 2,2% í árslok 2004.