Laun embættismanna í Bretlandi eru til umræðu þar í landi þessa dagana.  9.187 breskir ríkisstarfsmenn með hærri laun er forsætisráðherra Bretalands.

Launahæstur er Sir Jock Stirrup, yfirmaður hersins, en hann er með 288.700 pund í árslaun, sem eru tvöföld laun forsætisráðherrans.  Frá þessu greinir vefur BBC.

Laun 5% þeirra sem eru launahæstir í opinbera geiranum í Bretlandi hafa hækkað um 51% á síðustu 10 árum.

Hér er hægt að sjá yfirlit yfir tekjuhæstu aðila í opinbera geiranum í Bretlandi.