Liliane Bettencourt á eignir sem eru metnar á 5.400 milljarða króna, eða 41,6 milljarð Bandaríkjadala, samkvæmt viðskiptatímaritinu Forbes. Hún er því ríkasta kona í heimi.

Eignir hennar hafa aukist 1,5 milljarða dala frá því að Forbes listinn var birtur fyrir árið 2015 í byrjun mars.

Bettencourt er 92 ára, búsett í Frakklandi og helsta eign hennar er 33% hlutur í L'Oreal snyrtivöruframleiðandanum. Faðir hennar, Eugene Schueller, stofnaði fyrirtækið árið 1907.

Liliane Bettencourt  og dóttir hennar Françoise Bettencourt Meyers deila nú fyrir dómstólum í Frakklandi um rekstur L'Oreal, en dómstóll í París dæmdi Liliane óhæfa til sitja í stjórn fyrirtækisins árið 2011. Liliane þjáist af elliglöpum.