Meirihluti Íslendinga - eða 56% - þykir mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili að því er kemur fram í nýrri könnun MMR um afstöðu Íslendinga til nýrrar stjórnarskráar á næsta kjörtímabili. Hægt er að lesa nánar um könnunina hér.

91% af stuðningsfólki Samfylkingarinnar og 92% af stuðningsfólki Pírata þótti mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá. Aftur á móti þá þótti einungis 15% af stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. 76% Vinstri grænna, 40% Framsóknar og 39% Viðreisnar þótti það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá fyrir næsta kjörtímabil.

Þeir Íslendingar sem búsettur voru á höfuðborgarsvæðinu voru líklegri til að þykja það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá en þeim sem voru búsettur á landsbyggðinni. Alls þótti 61% þeirra sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili — en einungis 47% af fólki sem búsett var á landsbyggðinni.

Því lægri heimilistekjur sem svarendur höfðu því mikilvægara þótti þeim að fá nýja stjórnarskrá. Þannig fannst 64% svarenda með heimilistekjur undir 400 þúsund það vera mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili, samanborið við 51% þeirra sem höfðu milljón eða meira í heimilistekjur.

Alls svöruðu 1012 einstaklingar könnuninni sem framkvæmd var dagana 26.- 28. september 2017. Einstaklingarnir voru valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.