Þýskir saksóknarar hafa ákært Oskar Gröning, 93 ára ára að aldri, fyrir hlutdeild í 3.000 morðum meðan hann var í SS sveit Adolfs Hitlers í útrýmingabúðunum í Auschwitz. Wall Street Journal greinir frá þessu.

Gröning er ákærður fyrir að hafa tekið peninga úr farangri fórnarlamba við komu til Auschwitz. Saksóknarar segja að með athöfunum sínum hafi Gröning styrkt efnahagslega stöðu Nazista og stutt við skipulögð morð. Að auki hafi hann vitað að þeir sem ekki voru hæfir til vinnu væru sendir í gasklefana.

Árið 1985 var fallið frá saksókn á hendur Gröning vegna skorts á sönnunargögnum. Saksóknari segir sönnunargögn vera grundvöll málsins nú.