Rúmlega 9,3 milljónum króna var í dag úthlutað til tuttugu og sex afburðanemenda við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands. Nemendurnir hefja nám við skólann næsta haust og fengu í dag afhenda styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta við Háskóla Íslands. Nemendurnir eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands.

Alls bárust 77 umsóknir um styrkina og var ákveðið að úthluta 26 styrkjum úr sjóðnum í ár en þeir hafa aldrei verið fleiri. Af þeim 26 tilvonandi nemendum við háskólann sem hljóta styrk úr sjóðnum í ár voru 13 dúxar og sjö semidúxar í framhaldsskólum sínum síðustu tvö skólaár.

Við val á styrkhöfum er litið til afburðarárangurs á stúdentsprófi en einnig til annarra þátta, svo sem virkni í félagsstörfum í framhaldsskóla og árangurs á öðrum sviðum, til dæmis í listum eða íþróttum.

Styrkhafarnir eru:

Agnes Eva Þórarinsdóttir, Alexander Gabríel Guðfinnsson, Alma Rut Óskarsdóttir, Anna Rún Þorsteinsdóttir, Atli Þór Sveinbjarnarson, Áslaug Haraldsdóttir, Dagný Björk Egilsdóttir, Elín Broddadóttir, Gauti Baldvinsson, Halldór Bjarni Þórhallsson, Hallfríður Kristinsdóttir, Heiðar Snær Jónasson, Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Hólmfríður Hannesdóttir, Hörður Bragi Helgason, Íris Dögg Héðinsdóttir, Jia Chen, Jóel Rósinkrans Kristjánsson, Margrét Snæfríður Jónsdóttir, Ólafur Heiðar Helgason, Saga Guðmundsdóttir, Sigríður Lilja Magnúsdóttir, Simona Vareikaite, Sólveig Guðmunda Guðmundsdóttir, Sæþór Pétur Kjartansson og Valgerður Bjarnadóttir.