Samkvæmt nýrri könnun MMR sögðust nær allir aðspurðra nota Facebook reglulega (93%) og um tveir af hverjum þremur sögðust nota Snapchat (67%) og Instagram (66%).

Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 16.-22. maí 2018 og var heildarfjöldi svarenda 929 einstaklingar.

Konur voru líklegri til að segjast nota Facebook (95%), Snapchat (73%) og Instagram (52%) reglulega en hærra hlutfall karla sagðist nota YouTube (71%) og Spotify (54%).

Notkun samfélagsmiðla fór minnkandi með auknum  aldri en 81% svarenda 68 ára og eldri sögðust þó nota Facebook reglulega.

Einungis 27% bænda, sjó-, iðn-, véla- og verkafólks sagðist nota Instagram reglulega, samanborið við 42% stjórnenda og 50% sérfræðinga, tækna, afreiðslu-, þjónustu- og skrifstofufólks.