Ríkisstarfsmenn í Kili, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu samþykktu nýgerðan kjarasamning aðildarfélaga BSRB og ríkisins með 93% þeirra sem greiddu atkvæði.

Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var mjög góð eða 72% þeirra sem samningurinn nær til.

Á kjörskrá voru 234 og þar af greiddu 167 atkvæði.

Já sögðu 155 eða 93%, nei sögðu 7 eða 4% og auðir og ógildir seðlar voru 5 eða 3%.

Þetta kemur fram á vef BSRB.