*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 8. júní 2020 11:28

948 milljóna gjaldþrot gleymdist

Árið 2011 varð félagið Eignasaga Traust gjaldþrota, málinu lauk 2014 en tilkynning barst ekki fyrr en 29. maí síðastliðinn.

Ritstjórn
vb.is

Félagið Eignasaga Traust varð gjaldþrota 9. nóvember 2011 og lauk skipting á eignabúinu 14. nóvember 2014. Tilkynning um málið í Lögbirtingablaðið barst ekki fyrr en 29. maí síðastliðinn, tæpum sex árum síðar, þar sem skiptastjóra ljáðist að tilkynna um málið.

Engar eignir fundust í búinu, sem skipt var 2014, og fengust því engar greiðslur upp í lýstar kröfur sem námu tæplega 948 milljónum króna.