95% af þeim fyrirtækjum sem eru í eigu bankanna hafa verið það í lengri tíma en 12 mánuði. Bönkunum er heimilt að eiga fyrirtæki í óskyldum rekstri í 12 mánuði en þurfa undanþágu fyrir lengri tíma. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta verulegt áhyggjuefni.

Fjallað var um eignarhald bankanna og áhrif þess á samkeppni á fundi Félags atvinnurekenda í morgun.

VB Sjónvarp ræddi við Almar.