Hagnaður Bank of America dróst saman um 95% á síðasta fjórðungi en félagið þurfti að afskrifa skuldabréfavafninga að andvirði 5,28 milljarðar dala.

Hagnaður bankans, sem er stærsti viðskiptabanki Bandaríkjanna og umsvifamesti greiðslukortaútgefandi, voru fimm sent á hlut en voru 1,16 dalir á hlut á sama tíma í fyrra, eða í 268 milljónir dala úr 5,28 milljörðum fyrir ári.

Annar banki, Wachovia, tilkynnti í gær að hagnaður á síðasta ársfjórðungi hefði fallið úr 2,3 milljörðum dala fyrir ári í 51 milljón á síðasta ársfjórðungi.

Hagnaðurinn á hlut var 3 sent en var 1,20 dalir á hlut árið á undan. Bankinn afskrifaði 1,7 milljarða dala á tímabilinu og setti 1,5 milljarð til hliðar til að standa undir frekara tapi.