Fimm heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni eru reknar í miklum halla sem nemur samtals tæpum milljarði króna. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að laga breytur í reiknilíkani Velferðarráðuneytisins, sem hannað er til að meta fjárþarfir heilsugæslustofnananna. Þetta kemur fram í frétt frá stofnuninni.

Allt í allt nemur hallinn 956 milljónum króna, en hann hefur tvöfaldast frá árinu 2012. Stofnanirnar sem um ræðir eru Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Suðurlands, Austurlands, Suðurnesja og Vestfjarða. Mestur var hallinn hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, en þar nam hann 391 milljón króna.

Ríkisendurskoðun hefur áður hvatt velferðarráðuneytið til viðbragða vegna uppsöfnuðum rekstrarhalla heilbrigðisstofnananna, en árið 2013 var mælt til þess að reiknilíkan sem metur fjárþarfir stofnananna sé uppfært árlega með tilliti til breyttra forsenda á borð við verðlagsbreytingar.