Alls verða 96 störf verða lögð niður á Landspítalanum á árinu vegna sparnaðar en á Landsspítalanum starfa um 5.100 manns sem gerir stofnunina að stærsta vinnustað landsins. Nú þarf að spara 2,6 milljarða króna.

Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins í dag en Hulda Gunnlaugsdóttir forstjóri segir að spara eigi milljarð í launum. Líklega verði 50-60 sagt upp.

Í frétt RÚV kemur fram að dregið verður úr yfirbyggingu og sviðstjórum fækkað úr 24 í 6. Þá verði nokkrum deildum sem opnar er allan sólarhringinn breytt í dagdeildir eða göngudeildir.

Sjá nánar á vef RÚV.