Gert er ráð fyrir 97% fækkun gistinótta á hótelum milli ára í apríl samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar , en þeim fækkaði um 53% í mars í 214 þúsund, og herbergjanýting dróst saman úr 66% í 30%. Farþegar um Keflavíkurflugvöll voru 3.100 í apríl og fækkaði um 99,3% milli ára.

Velta virðisaukaskattskýrslna nam alls 72 milljörðum og dróst saman um 10% milli ára á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Hún lækkaði í öllum flokkum einkennandi greina ferðaþjónustu milli ára þrátt fyrir að kórónufaraldurinn hafi ekki verið kominn hingað til lands og ekki orðinn heimsfaraldur á því tímabili.

Einkaneysluútgjöld ferðamanna á Íslandi námu 284 milljörðum eða 21,4% einkaneyslu í fyrra, en af því voru 109 milljarðar eða 38% kaup á veitinga- og gistiþjónustu.